Ég sagði það áður en þú gast sagt það

2017, Gallerí Grótta - samsýning.
Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir.

Sýningin Ég sagði það áður en þú gast sagt það var önnur sýning IYFAC.
Verkin á sýningunni fjölluðu öll um kvenlega eiginleika en listakonurnar nálguðust viðfangsefnið hver á sinn hátt.


Texti úr sýningarskrá eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur:

„IYFAC stendur fyrir International Young Female Artists Club. Við erum reyndar ekki mjög alþjóðlegar því allar erum við íslenskar. Eins erum við ekkert sérlega ungar (þótt okkur líði reyndar alltaf eins og 23 ára). Allar lítum við á okkur sem listrænar en komumst ekki upp með að vinna eingöngu við list og höfum því önnur starfsheiti. Svo er matsatriði hvort að hópinn mætti flokka sem klúbb. En við erum allar kvenkyns, þú getur verið viss um það. Sýningin okkar heitir Ég sagði það áður en þú gast sagt það sem vísar í þá tilhneigingu kvenna að reyna að finna út hvaða gagnrýni þær muni fá og afsaka sig fyrirfram. Nákvæmlega eins og við gerðum í þessum texta.“