IMG_8000.jpg
iyfac-prufa2.jpg

IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) var stofnaður árið 2015. Upphaflega var hópurinn eingöngu hugsaður sem myndlistarklúbbur sem ræddi list, sýningar og sín eigin verk. IYFAC var nafn Facebook-hópsins sem notaður var til að skiptast á áhugaverðum upplýsingum um myndlist. Fljótlega eftir stofnun var ákveðið að halda samsýningu. Síðan þá hefur nafnið IYFAC fest við hópinn og markmið hans er nú að stuðla að nýsköpun í myndlist og standa fyrir sýningum, viðburðum og útgáfu.

Meðlimir hópsins frá upphafi eru: Halla Birgisdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdótir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir Steinunn Lilja Emilsdóttir og Una Björg Eyjólfsdóttir

IYFAC hefur unnið að sex sýningum á síðustu árum:

2016 - Ástarsameindir, SÍM salurinn við Hafnarstræti
2017 - Ég sagði það áður en þú gast sagt það, Gallerí Grótta
2018 - Hvít sól - prequel, LungA, Seyðisfirði
2018 - Allra veðra von, Hafnarborg
2018 - Hvít sól, Skaftfell, Seyðisfirði
2019 - Hvít sól - sequel, List í ljósi, Seyðisfirði
2019 - Hvít sól - sequel, PlanB, Borgarnesi
2020 - Hvít sól, The Factory, Djúpavík

IYFAC hefur þrisvar hlotið styrk úr Myndlistarsjóði.