Hvít sól - prequel

2018, LungA í samstarfi við Skaftfell, Seyðisfjörður.
Gjörningur, 36 fánar, lúðrasveit.
Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir.
Tónlist: Benni Hemm Hemm og meðlimir lúðrasveitar.

Hvít sól var þriðja sýning IYFAC
Sýningin er fyrsta verkið sem IYFAC vinnur sem sameiginlegt hugverk.


Texti eftir Tinnu Guðmundsdóttur:

„Í aðdraganda sýningarinnar Hvít sól, sem opnaði í nóvember 2018, kom hópurinn í rannsóknarferð til Seyðisfjarðar í júlí sama ár. Tilgangurinn var að upplifa og kortleggja aðstæður um hásumar sem nýtast svo til samanburðar við gerð verksins [Hvít sól] sem verður til sýnis yfir hávetur. Þegar sólin skein sem hæst á lofti grannskoðuðu listamennirnir himininn, tóku viðtöl, unnu að mælingum og köfuðu ofan í orðaforða. Úr varð sólargjörningur sem fór fram undir kvöldhimni þar sem var gerð tilraun til að búa til nokkurs konar mannlega sólarklukku. Þátttakendur voru leiddir í öfugan sólarhring um hluta bæjarins meðan sólarfánum voru dregnir að húni og ómstríð lúðrasveit spilaði víðsvegar undir leiðsögn tónlistarmannsins Benna Hemm Hemm.“